Boðar Arnar Þór til viðtals í Spursmálum

Arnar Þór Jónsson mætir í Spursmál á föstudag.
Arnar Þór Jónsson mætir í Spursmál á föstudag. mbl.is/Eyþór Árnason

Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi, verður gestur Stefáns Einars í Spursmálum á föstudag. Er það síðasta viðtalið við frambjóðanda sem birt verður á þeim vettvangi áður en Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 1. júní næstkomandi. Áður hefur Stefán tekið viðtöl við þau Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur.

Gustað um framboðið

Arnar hefur aukið nokkuð við fylgi sitt að undanförnu og gustað hefur um framboð hans af ýmsum ástæðum, nú síðast þegar hann beindi kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna skopteikningar sem Halldór Baldursson birti á Vísi í fyrri viku.

Í nýjustu könnun Prósents, sem unnin var fyrir Morgunblaðið, mælist Arnar Þór með 6% fylgi og vermir þar sjötta sætið meðal frambjóðenda en alls eru 12 frambjóðendur að þessu sinni sem berjast um hylli kjósenda. Þeir frambjóðendur sem mælast með minna fylgi ná einvörðungu um 1% fylgi eða minna samkvæmt sömu könnun.

Sýnt klukkan 14:00

Viðtalið verður sýnt á mbl.is kl 14:00 á föstudag en verður í kjölfarið aðgengilegt á vefnum og á öllum helstu hlaðvarpsveitum auk Youtube. Þar eru viðtölin við frambjóðendurna fyrrverandi auk þess aðgengileg, vilji fólk kynna sér þau.

Viðtölin hafa öll vakið athygli fyrir beinskeytt orðaskipti og krefjandi spurningar þar sem farið er yfir feril frambjóðendanna og þær áherslur sem þeir hyggjast setja í embætti, nái þeir kjöri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka