Eftirlit með innheimtu ábótavant

Talið er að varnarráðstöfunum vegna ofanflóða við þéttbýli á áhrifasvæðum …
Talið er að varnarráðstöfunum vegna ofanflóða við þéttbýli á áhrifasvæðum ljúki ekki fyrr en árið 2033. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig staðið sé að innheimtu á ofanflóðagjaldi og segir embættið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti greina á um hvernig staðið hafi verið að upplýsingaveitingu til ofanflóðanefndar.

Þetta kemur fram í tilkynningu vegna nýrrar hraðaúttektar Ríkisendurskoðunar á ofanflóðasjóði.

Greint er frá því að 29,7 milljarðar króna hafi verið innheimtir af ofanflóðagjöldum árin 2013 til 2023 og hafi 17,7 milljarðar af því runnið til ofanflóðasjóðs. Þá sé ekki fylgst nægilega vel með því hvort að ofanflóðagjald sé í raun og veru greitt af öllum sem beri skylda til þess.

Reiknað sé með því að varnarráðstöfunum vegna ofanflóða við þéttbýli á áhrifasvæðum ljúki ekki fyrr en árið 2033. Aðeins hafi verið lokið við um helming þeirra framkvæmda sem þurfi til þess að tryggja öryggi á helstu áhrifasvæðum að svo stöddu. Þá sé áætlaður kostnaður ofanflóðasjóðs við hönnun og framkvæmdir 32,1 milljarður króna.

Ríkisendurskoðun kemur því eftirfarandi ábendingum til ráðuneytisins á framfæri. Óskað er eftir því að innheimtur ofanflóðagjalds séu tryggðar, hlutverk ofanflóðanefndar sé skýrt frekar og að kostnaðarþátttaka Ofanflóðasjóðs standist lög.

Skýrslu vegna málsins má sjá með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka