Tveir Norðmenn deila vinningnum

Enginn var með fyrsta vinning í Víkingalottó kvöldsins.
Enginn var með fyrsta vinning í Víkingalottó kvöldsins.

Tveir Norðmenn voru með annan vinning í Víkinglottó kvöldsins. Fá þeir hvor um sig rúmar fjórar milljónir í vasann.

Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en fjórir miðahafar hér á landi voru með annan vinning Jókersins og fá þeir hver um sig 25 þúsund krónur. 

Enginn miðanna var keyptur á sama stað. Einn miðahafi er í áskrift, annar keypti miðann sinn á lotto.is, sá þriðji í lotto appinu og sá fjórði í Prins Póló á Þönglabakka 6. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert