Aukin spenna og kjarnavopnavá

Ráðstefnan fór fram í Veröld - húsi Vigdísar sl. föstudag.
Ráðstefnan fór fram í Veröld - húsi Vigdísar sl. föstudag. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Melissa Parke, stjórnandi samtaka sem berjast fyrir afnámi kjarnavopna (ICAN), segir afvopnunarmál komin í óefni. Því þurfi að grípa í taumana.

„Spennan í samskiptum kjarnorkuveldanna er ógnvekjandi mikil og samningar um vopnatakmarkanir eru næstum að engu orðnir,“ segir Parke sem var meðal ræðumanna á ráðstefnu ACONA í Háskóla Íslands sl. föstudag. Voru þar samankomnir sérfræðingar víðs vegar að og lýstu margir yfir áhyggjum af stöðunni.

Verri staða en 1986

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við Háskóla Íslands, var meðal þeirra. „Við erum á margan hátt í verri stöðu en þá. Sú umgjörð öryggismála sem smíðuð var á þessum áratugum riðar til falls,“ sagði Guðmundur sem ræddi um leiðtogafundinn í Höfða. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert