Lét vaða og hefur verið í sjósundi í 50 ár

Kristinn Einarsson hefur yfirstigið margar hindranir.
Kristinn Einarsson hefur yfirstigið margar hindranir.

Sjósund nýtur aukinna vinsælda en fáir voru í því fyrir 50 árum, þegar Skagamaðurinn Kristinn Einarsson komst á bragðið. „Ég byrjaði að svamla og synda í sjónum út af Langasandi fyrir nær 60 árum, en markvisst sjósund hófst sumarið 1974 og ég hef stundað það síðan.“

Kristinn segir að þegar hann hafi verið sjö til átta ára hafi krakkar gjarnan verið útbúnir með nesti á góðviðrisdögum og þeir hangið niðri á Langasandi. „Við vorum að vaða í sjónum og synda í fjöruborðinu. Það blundaði lengi í mér að æfa sjósund og það varð að veruleika þegar ég var í Iðnskólanum.“

Kristinn kælir sig niður.
Kristinn kælir sig niður.

Á Iðnskólaárunum vann Kristinn við hafnargerð á Grundartanga eitt sumar. Hefð hafi verið fyrir því að þeir sem hættu hafi getað valið um að vera hent í sjóinn eða hoppað sjálfir út í. „Ég lét vaða og sem ég svamlaði í sjónum hugsaði ég með mér að gaman væri að synda yfir Hvalfjörð. Ég lét verða af því nokkrum árum síðar eða 1980. Lenti reyndar í miklu basli með strauminn en hafði það.“

Árið eftir synti Kristinn frá Reykjavíkurhöfn út í Viðey, 4,4 km.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert