Aðeins minni en Öskjuhlíð og þriðjungur af Keili

Eldgosinu við Sundhnúkagíga lauk 9. maí.
Eldgosinu við Sundhnúkagíga lauk 9. maí. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Kvikan sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu er aðeins minni að rúmmáli en Öskjuhlíð og um þriðjungur af fjallinu Keili.

Þetta kemur fram í svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, við spurningu á Vísindavefnum. Þar er óskað eftir myndrænni samlíkingu til að átta sig á umfangi þeirra 14 til 16 milljónir rúmmetra af kviku sem hafa safnast saman undir Svartsengi með tilheyrandi landrisi.

Perlan er í Öskjuhlíð.
Perlan er í Öskjuhlíð. mbl.is/Golli

„Þá sést að rúmmál Keilis er um 40 milljón m3 og því er kvikan sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu aðeins um ⅓ hluti af fjallinu Keili, sem er þó mjög lítið fjall. Úlfarsfell í landi Reykjavíkur og Mosfellsbæjar er til að mynda um það bil 20 sinnum rúmmálsmeira fjall en Keilir,“ segir Magnús Tumi.

Fjallið Keilir.
Fjallið Keilir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur einnig að Öskjuhlíðin sé um það bil hringlaga, um 1 km í þvermál og 50 m há. Ef Öskjuhlíðin væri keila væri rúmmál hennar um 13 milljón m3. Þar sem sem toppur hennar sé heldur flatari en á við um keilur sé rúmmál Öskjuhlíðarinnar um 20 milljón m3.

„Í stuttu máli er kvikan sem safnast hefur saman undir Svartsengissvæðinu því aðeins minni að rúmmáli en Öskjuhlíðin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert