Eldur kviknaði í útikamri

Slökkvilið fór á vettvang.
Slökkvilið fór á vettvang. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í útikamri á opnu svæði við vinnuskúr í Kópavogi rétt eftir miðnætti.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um plastkamar að ræða og var hann brunninn niður þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Engin hætta var á að eldurinn breiddi úr sér.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert