FÍH og RÚV gera nýjan samning

Ríkisútvarpið hefur samið við Félag íslenskra hljómlistarmanna.
Ríkisútvarpið hefur samið við Félag íslenskra hljómlistarmanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) hefur gert nýjan samning við Ríkisútvarpið. Samningurinn var samþykktur á meðal félagsmanna FÍH fyrr í vikunni.

Með samningnum fá hljómlistarmenn greitt fyrir beinan flutning í útvarpi, sjónvarpi og fyrir upptökur af tónleikum sem eru sýndir á RÚV.

„Við erum sannfærð um að þetta sé gott skref fyrir tónlistina í landinu. Samningurinn er mjög einfaldur ekki síst í þeim tilgangi að gera lykilfólki innan RÚV auðveldara að sjá „hvað hlutirnir kosta“ og ætti að virka hvetjandi til frekari gerðar og notkunar tónlistarefnis,“ segir í fréttatilkynningu frá FÍH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert