Hvert er augnamið Arnars Þórs?

Björn Ingi Hrafnsson, Arnar Þór Jónsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir eru …
Björn Ingi Hrafnsson, Arnar Þór Jónsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í næsta þætti af Spursmálum. Samsett mynd

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem verður sýndur á mbl.is klukkan 14 í dag.

Arnar Þór tilkynnti um framboð sitt hinn 3. janúar síðastliðinn þegar hann bauð til blaðamannafundar á heimili sínu. Var hann fyrstur allra frambjóðenda til að opinbera framboð sitt.

Síðustu skoðanakannanir sýna fram á fylgisaukningu Arnars Þórs. Mælist hann nú með 6% fylgi samkvæmt nýjustu könnun Prósents og situr þar með í sjötta sæti meðal frambjóðendanna tólf. 

Í þættinum verður krefjandi spurningum beint að Arnari. Knúið verður á um svör hvers konar viðhorf hann hefur til embættis forseta Íslands og með hvaða hætti hann hyggst beita sér í því nái hann kjöri. 

Fjölmiðlafólk rýnir í fréttir vikunnar

Ragnheiður Guðmundsdóttir ritstjóri Eftir vinnu hjá Viðskiptablaðinu mætir í settið ásamt Birni Inga Hrafnssyni ritstjóra Viljans til að rýna helstu fréttir líðandi viku undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Vertu viss um að fylgjast með Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert