Katrín að stinga af

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, virðist vera að stinga …
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, virðist vera að stinga af ef marka má fylgiskönnun Gallup. mbl.is/Óttar

Katrín Jakobsdóttir mælist með nokkuð afgerandi forskot í nýrri fylgiskönnun Gallup.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 

Katrín mælist með rúmlega 27% fylgi en Halla Hrund er næst á eftir henni með 19%. Í könnun Gallup fyrir viku síðan var Katrín með 23% fylgi en Halla Hrund með 17%.

Munar litlu á 2.-4. sæti

Baldur mælist þriðji með 18% fylgi og Halla Tómasdóttir með 17%. Fylgi Baldurs minnkar um eitt prósentustig á milli vikna en Halla Tómasdóttir bætir við sig um tveimur prósentustigum.

Ekki er talinn talinn tölfræðilegur munur á Höllu Hrund, Baldri og Höllu Tómasdóttur.

Nokkuð er í næstu frambjóðendur en Jón Gnarr mælist með 9% fylgi og Arnar Þór Jónsson bætir við fylgi og mælist með 7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert