Sálrænt álag en samstaðan mikil

Álag er mikið þegar jarðhræringar breyta starfsemi, en starfsmenn þurfa …
Álag er mikið þegar jarðhræringar breyta starfsemi, en starfsmenn þurfa stöðugleika mbl.is/Eyþór

Endalausar skipulagsbreytingar og óstöðugleiki. Mannlegi þátturinn er ekki síður mikilvægur þegar kemur að orkuöryggi að sögn mannauðsstjóra HS Orku. Hjá fyrirtækinu hefur mikið mætt á því að bregðast hratt við síbreytilegum aðstæðum vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga, en þegar óvissan var upp á sitt versta var starfsaðstaða skrifstofu HS Orku á einu fundarborði.

Á Fagþingi raforku í Hveragerði í dag var t.d. rætt um mikilvægi stöðugleika fólks í vinnu. Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri HS Orku, hélt erindið „Hvar á ég að mæta á morgun?“ þar sem hún lýsti álaginu og sálrænu byrðinni sem hefur verið á starfsfólki fyrirtækisins undanfarið.

Ósýnilegt álag

Sagði hún álag eins og það sem starfsfólkið hefur glímt við vera margþætt og sálrænt og að margir hlutar þess séu ósýnilegir. Allt skipulag breytist og þegar fólk þarf að flytjast á milli starfsaðstaða ótt og títt myndast mikil óvissa og upp koma ýmis vandamál sem áður voru ekki til staðar.

Allt skipulag breytist og þegar fólk þarf að flytjast á milli starfsaðstaða ótt og títt myndast mikil óvissa og upp koma ýmis vandamál sem áður voru ekki til staðar. Matarreikningur sem áður kom frá einum stað kemur nú frá mörgum mismunandi stöðum sem er bæði flókið og tímafrekt.

Samstaða þéttist við álag og þrautseigjan mikil

Innkaupin verða flóknari þegar höfuðstöðvar eru komnar á fjórar starfsstöðvar í stað einnar og allir starfsmenn þurfa skjá og skrifborð á nýjum stað. Um tíma, þegar óvissan var sem mest, fór starfsemi skrifstofu HS Orku fram á einu fundarborði, svo óvissan hefur vægast sagt verið mikil. Í dag er fyrirtækið meðal annars komið í skrifstofuaðstöðu bæði í Kópavogi og Reykjanesbæ, en var áður með þær starfsstöðvar í Svartsengi.

Markmið fyrirtækisins að sögn Petru er að eyða óvissunni. Það sé mikilvægt að fólk sé ekki oft rifið upp og sent á nýja starfsstöð, heldur viti fyrir víst hvert það á að mæta til vinnu. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins aukið upplýsingaflæði til muna og verður óvissan þar með minni.

„Þrátt fyrir að aðstaðan sé í henglum eru allir að reyna gera sitt besta og þegar eitthvað bjátar á stöndum við saman,“ segir Petra og bætir við að samstaða starfsfólksins þéttist þegar mikið álag er og sýni allir þrautseigju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert