Spursmál: Arnar Þór situr fyrir svörum

Ragnheiður Guðmundsdóttir, Arnar Þór Jónsson og Björn Ingi Hrafnsson eru …
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Arnar Þór Jónsson og Björn Ingi Hrafnsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum.

Arn­ar Þór Jóns­son for­setafram­bjóðandi sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag.

Upptöku af þættinum má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og Youtube. Þátturinn er öllum aðgengilegur.

Fram­boðið vakið um­tal

Und­an­farið hef­ur fram­boð Arn­ars vakið mikið um­tal. Einna helst eft­ir að Arn­ar Þór kærði Hall­dór Bald­urs­son skopteikn­ara til siðanefnd­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands á dög­un­um.

Þá hafa hug­sjón­ir Arn­ars og and­óf hans á ríkj­andi stjórn­ar­fari og for­ræðis­hyggju rík­is­valds­ins einnig verið í umræðunni síðastliðna daga. Hef­ur hann hlotið þó nokkra gagn­rýni vegna af­stöðu sinn­ar til þung­un­ar­rofs og bólu­setn­inga en Arn­ar Þór gef­ur sig út fyr­ir að vera mik­ill talsmaður fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins.

Í þætt­in­um voru krefj­andi spurn­ing­ar lagðar fyr­ir Arn­ar Þór. Spurn­ing­arn­ar sneru að skyldu og vald­beit­ingu sem koma í hlut for­set­ans og með hvaða hætti Arnar hyggst beita sér í embætt­inu út frá hans sterku sjón­ar­miðum, nái hann kjöri.

Sjötti í röðinni

Arn­ar Þór sit­ur nú í sjötta sæti á meðal þeirra tólf fram­bjóðenda sem gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Hef­ur fylgi hans verið að aukast jafnt og þétt síðustu vik­ur. Í nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents mæl­ist hann með 6% fylgi sem er tölu­verð hækk­un frá könn­un­inni sem birt var í vik­unni á und­an. Þar mæld­ist fylgi hans 4,3%.

Eft­ir rúma viku ganga kjós­end­ur að kjör­borðinu með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu. Mikið flökt hef­ur verið á fylgi fram­bjóðenda fram að þessu en nú fer að stytt­ast í ann­an end­ann á kosn­inga­bar­átt­unni þar sem við öllu er að bú­ast eins og nýj­ustu vend­ing­ar skoðanakann­ana benda til.

Rit­stjór­ar rýna helstu frétt­ir

Líf­legri frétta­viku lýk­ur nú senn og verða helstu frétt­ir vik­unn­ar gerðar upp í þætt­in­um líkt og vant er. Þau Ragn­heiður Guðmunds­dótt­ir rit­stjóri Eft­ir vinnu hjá Viðskipta­blaðinu mæt­ti í settið ásamt Birni Inga Hrafns­syni rit­stjóra Vilj­ans til að rýna helstu frétt­ir.

Ekki missa af upp­lýs­andi og fjör­ugri sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert