Vann rúmar 54 milljónir

Rúmlega sextugur maður var einn með allar tölurnar réttar í Lottó um liðna helgi, en hann vann 54,4 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að maðurinn hafi verið á ferðalagi og því hefði símtalið komið honum gjörsamlega á óvart.

„Allir svona vinningar koma alltaf á góðum tíma,“ sagði vinningshafinn þegar Íslensk getspá hafði samband við hann.

Hann sagði of snemmt að segja til um í hvað hann mundi nota peningana en eins og staðan væri núna væri kannski best að láta peningana aðeins ávaxta sig og ekki væri ónýtt að eiga góðan varasjóð nú þegar farið væri að styttast í starfslokin á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert