Vonskuveður hefur áhrif á næmni

Kviku­söfn­un und­ir Svartsengi er áfram stöðug.
Kviku­söfn­un und­ir Svartsengi er áfram stöðug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu hefur áhrif á næmni jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga og kann að gera fram á nótt að því er fram kemur í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. 

Aflögunargögn sýna að landris er stöðugt við Svartsengi og bendir það til þess að kvika haldi áfram að safnast fyrir þar undir. 

Líkanreikingar áætla að um 18 milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst við undir Svartsengi frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst. 

Telja sérfræðingar Veðurstofunnar því áfram líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi. Er talið líklegast að gjósi á Sundhnúkagígaröðinni og að fyrirvari yrði mjög skammur. 

Línuritið sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir …
Línuritið sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023. Þær örlitlu breytingar sem sjást á línuritinu eru innan skekkjumarka og hafa sést áður á kvikusöfnunarferlinu. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert