Geir og Jóhanna styðja Höllu Hrund

Halla Hrund nýtur nú opinbers stuðnings tveggja fyrrverandi forsætisráðherra.
Halla Hrund nýtur nú opinbers stuðnings tveggja fyrrverandi forsætisráðherra. Samsett mynd/mbl.is/Árni/Kristinn

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa bæði lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur forsetaframbjóðanda.

Jóhanna lýsti yfir sínum stuðningi á facebook og sagði Höllu búa búa yfir þeim kostum sem hún vilji að forseti Íslands hafi að bera.

„Ég kýs Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands. Ekki síst vegna þekkingar hennar á auðlindum þjóðarinnar og áherslu á að þær verði nýttar í almannaþágu,“ skrifaði Jóhanna á facebook.

Leitaði ráða hjá Geir Haarde

Geir Haarde lýsti einnig yfir sínum stuðningi með færslu á facebook. Kvaðst hann hafa fylgst með Höllu í allmörg ár og greinir hann frá því að hún hafi áður leitað ráða hjá honum varðandi framhaldsnám í Bandaríkjunum.

„Ég tel að hún hafi það sem til þarf til að gegna hinu mikilvæga embætti forseta Íslands með glæsibrag. Þess vegna ætla ég að kjósa hana,“ skrifaði Geir á facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert