Göltur á rölti hnepptur í hald lögreglu

Eigendur dýrsins hafa gefið sig fram.
Eigendur dýrsins hafa gefið sig fram. Facebook/Lögreglan

Lögreglan á Akureyri handsamaði í dag grís sem hafði sloppið og fannst á ráfi í bakgarði í Hagahverfi. Eigandi dýrsins er fundinn.

Kári Erlingsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, segir í samtali við mbl.is að grísinn hafi greinilega rölt dágóða vegalengd. 

Dýrið hafði verið í tímabundinni vistun nálægt Akureyri en síðan sloppið. Eigendurnir hafa nú gefið sig fram og sannað eignarhald sitt.

Lögreglan metur nú hvenær hægt verði að flytja grísinn heim til sín en grísinn er að öllum líkindum á leið aftur á sveitabæinn á morgun, að sögn Kára.

Lögreglan vakti athygli á málinu á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert