Húsvíkingar flykktust í sund eða hoppuðu í sjóinn

Fólk nýtur góða veðursins á Stangarbakkanum á Húsavík. Þar mældist …
Fólk nýtur góða veðursins á Stangarbakkanum á Húsavík. Þar mældist 21,5 stiga hiti í dag. mbl.is/Hafþór

Húsvíkingar njóta sín sannarlega í rjómablíðunni í dag. Líflegt er á götunum bæjarins, yfir hundrað manns hafa farið í sund og margt er um manninn við bryggjuna, þar sem ungmenni kasta sér ofan í sjóinn. Sólin hefur þá einnig leikið við hvítar húfur nýútskrifaðra stúdenta.

Í dag mæld­ist 21,5 stiga hiti á Húsa­vík og tutt­ugu gráða múr­inn var brot­inn víða á Norðausturlandi í dag.

Harpa Steingrímsdóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Húsavík.
Harpa Steingrímsdóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Húsavík. mbl.is/Hafþór

„Stærsti dagurinn á þessu ári“

„Það er mikið líf hérna í bænum,“ segir Harpa Steingrímsdóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Húsavík, en hún segir að á milli 100 og 200 manns hafi mætt í sundlaugina í dag.

„Ég myndi segja að þetta væri stærsti dagurinn á þessu ári.“

Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Hörpu var hún einmitt að keyra í gegn um bæinn. Hún segir að margir séu á vappinu um götur bæjarins, bæði Húsvíkingar og ferðamenn.

„Ég keyrði niður á bryggju. Strákarnir mínir voru að stökkva í sjóinn ásamt fleirum og það er alveg fullt niðri á bryggju á veitingastöðunum. Þetta er æðislegt. Fyrsti góði dagurinn okkar.“

Bjartara yfir nýstúdentum heldur en fermingarbörnunum

Þá bendir Harpa einnig á að veðrið sé mun betra en það sem var síðustu helgi, hvítasunnuhelgina en þá var slydduveður, sem mun hafa sett strik í reikning fermingarbarna.

„Það var slydda og leiðindi. Það voru fermingar og svona og þetta var ekkert spes,“ segir Harpa.

Nýstúdentarnir fá aftur á móti sumarlegra veður en fermingarbörnin, þar sem Framhaldskólinn á Húsavík útskrifaði nemendur í dag.

Stúdentar brautskráðust úr Framhaldsskólanum á Húsavík í dag.
Stúdentar brautskráðust úr Framhaldsskólanum á Húsavík í dag. mbl.is/Hafþór

Þá var sýningin Arctic Creatures opnuð í Hvalasafni Húsavíkur. Þar lék Einar Óli Ólafsson bæjarlistamaður nokkur lög við opnunarathöfnina.

Húsvíkingar hafa því fengið því gott forskot á sumarsæluna í ár. Bú­ast má við svipaðri hlýju á morg­un, þó aðeins mildari.

Einar Óli Ólafsson, bæjarlistamaður Norðurþings, spilaði nokkur lög við opnunarathöfn …
Einar Óli Ólafsson, bæjarlistamaður Norðurþings, spilaði nokkur lög við opnunarathöfn sýningarinnar. Listaverkið sem gnæfir yfir honum er hluti af sýningunni. mbbl.is/Hafþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert