Mæta með stolnar kerrur í Sorpu

mbl.is/KHJ

Sóðalegt er um að litast við endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust í Reykjavík. Má þar ósjaldan sjá mikinn fjölda af innkaupakerrum og vöruvögnum sem einstaklingar hafa tekið ófrjálsri hendi frá nærliggjandi verslunum.

Íbúi í hverfinu hafði nýverið samband við Morgunblaðið og lýsti yfir óánægju sinni með ástandið. Sagði hann fólk daglega koma með kerrurnar fullar af dósum í Sorpu og skilja þær svo eftir við útganginn. Undrast hann jafnframt afskiptaleysi starfsmanna Sorpu og að einstaklingum sé leyft að ganga inn á endurvinnslusvæðið með kerrur sem augljóslega tilheyrðu þeim ekki.

Meðfylgjandi mynd var tekin sl. fimmtudag og voru þá tugir innkaupakerra við Sorpu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert