Sex handteknir í tengslum við ólöglega atvinnustarfsemi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sex einstaklinga í tengslum við ólöglega atvinnustarfsemi. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu og segir að einstaklingarnir voru handteknir í átaki lögreglu gegn ólöglegri atvinnustarfsemi. 

Einstaklingarnir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. 

Þá var einn einstaklingur handtekinn á vettvangi þar sem hann var búinn að brjóta sér leið inn á veitingarstað. 

Að öðru leyti segir að það hafi verið nokkuð rólegt á vaktinni í nótt og lítið af fólki í miðbænum. Líklegast spilaði veðrið þar inn í. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert