„Þið voruð geggjaðir“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sendir Valsmönnum góðar kveðjur eftir glæsilegan árangur liðsins í Aþenu í Grikklandi í kvöld.

Valsmenn brutu blað í sögu handboltans á Íslandi með því að vinna Evrópubikarmeistaratitilinn þar sem úrslitin réðust í vítakeppni.

Bjarni, sem er mikill íþróttaáhugamaður, sendi Valsmönnum kveðjur í færslu á samfélagsmiðlinum X.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert