Úr sendiráðinu til Grindavíkur

„Framvindan ræðst auðvitað af gangi náttúruaflanna, en ég hef fulla trú á því að í Grindavík verði aftur blómlegt samfélag. Svo er annað mál hvort bærinn verður eins og áður var. Við sjáum til,“ segir Árni Þór Sigurðsson. Hann er formaður framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ sem stofnað hefur verið til á vegum innviðaráðuneytisins.

Nefndin, sem formlega tekur til starfa 1. júní, stýrir, skipuleggur og kemur í framkvæmd fyrir hönd stjórnvalda málum sem snúa að Grindavík. Öðru fremur verða þau velferðar- og skólamál, og að hafa umsjón með framkvæmdum og viðgerðum á innviðum í Grindavík. Í nefndinni eiga sæti, auk Árna, Guðný Sverrisdóttir, áður sveitarstjóri á Grenivík, og Gunnar Einarsson, fv. bæjarstjóri í Garðabæ.

„Þetta verður viðamikið starf en að sama skapi er ánægjulegt að geta lagt Grindavík lið,“ segir Árni, lengi borgarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður og nú síðast sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann fer nú í leyfi frá störfum í utanríkisþjónustunni sem varir út skipunartíma nefndarinnar, það er fram til sveitarstjórnarkosninga eftir tvö ár. Slíkt er samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýlega.

„Já, ég flyt heim nú í júní. Vinnan byrjaði óformlega núna í vikunni þegar nefndin kynnti sér aðstæður í Grindavík og fundaði með fulltrúum bæjaryfirvalda þar, ráðuneyta, ríkislögreglustjóra og Veðurstofunnar,“ segir Árni.

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert