Ísland er eftirbátur 16 Evrópulanda

Á seinasta ári er áætlað að 9,8 milljónir fólks í …
Á seinasta ári er áætlað að 9,8 milljónir fólks í löndum Evrópusambandsins hafi starfað í upplýsinga- og fjarskiptatækni. AFP

Ísland þokast lítið eitt upp á við í samanburði á fjölda fólks í löndum Evrópu sem starfar í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UT) en er þó enn undir meðallagi Evrópulanda. Fram kemur í nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, að 4,5% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi störfuðu í upplýsinga- og fjarskiptatækni í fyrra og hækkaði hlutfallið milli ára úr 4,3% á árinu 2022.

Ísland er eftirbátur 16 Evrópulanda þar sem hlutfall fólks sem starfar í þessum geira atvinnulífsins er hærra en á Íslandi. Fyrir tveimur árum voru 22 lönd fyrir ofan Ísland í samanburði Eurostat.

Á seinasta ári er áætlað að 9,8 milljónir fólks í löndum Evrópusambandsins hafi starfað í upplýsinga- og fjarskiptatækni eða 4,8% að meðaltali af starfandi á vinnumarkaði. Hæst var hlutfallið í Svíþjóð eða 8,7% fólks á vinnumarkaði, í Lúxemborg 8% og í Finnlandi 7,6%. Hlutfall starfandi í upplýsinga- og fjarskiptatækni var lægra en á Íslandi í 15 löndum sem eru með í samanburði Eurostat.

Kort/mbl.is

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert