Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Reykjanesbraut. Mynd úr safni.
Reykjanesbraut. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut,  norðan álversins í Straumsvík, á sjötta tímanum í dag. Umferðartafir eru um veginn á meðan viðbragðsaðilar athafna sig.

Nokkrir sjúkrabílar voru sendir á vettvang ásamt dælubíl.

Fjórir voru fluttir af vettvangi með sjúkrabíl og eru þeir til skoðunar á slysadeild Landspítalans. Þetta segir Stefán Már Kristinsson, hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is en hann segir að ekki hafi verið um háalvarlega áverka að ræða. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert