Hiti gæti náð 16 stigum

Hiti gæti náð 16 stigum í dag.
Hiti gæti náð 16 stigum í dag. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Hitastigið í dag verður á bilinu 8 til 16 stig. Svalast verður í þokulofti við norður- og austurströndina. 

Búast má við hægviðri eða hafgolu á landinu, yfirleitt skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta. Lengst af bjartviðri norðanlands. 

Síðdegis á morgun verður breytileg átt, 3-8 m/s og úrkomusvæði koma inn á Vestur- og Austurland en í öðrum landshlutum verður áfram skýjað með köflum og þurrt að kalla.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert