Höfðu afskipti af manni sem beraði sig og hristi

Lögreglan hafði afskipti af manni sem beraði sig og hristi.
Lögreglan hafði afskipti af manni sem beraði sig og hristi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af karlmanni sem beraði sig og hristi í hverfi 108 í Reykjavík.

Í dagbók lögreglu, þar sem greint er frá málum sem komu á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun, segir að manninum hafi verið sleppt að loknum viðræðum við varðstjóra. 

Ekki kemur fram hverjir urðu vitni að atvikinu.

Eldur í bifreið og skemmdarverk í Hafnarfirði

Þá var tilkynnt um eld í bifreið í miðborginni. Atvikið reyndist minniháttar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Tilkynnt var um skemmdarverk í Hafnarfirði þar sem nokkrar rúður voru brotnar. Skemmdarvargarnir fundust þó ekki þrátt fyrir leit.

Í Kópavoginum var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir. Fundust viðkomandi ekki heldur þrátt fyrir leit. 

Brotist var inn í geymslur í hverfi 105 og var reiðhjóli stolið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert