Parísarhjól mun rísa í byrjun júní

Parísarhjól gefur gott útsýni yfir höfnina og sjávarsíðu.
Parísarhjól gefur gott útsýni yfir höfnina og sjávarsíðu. Teikning/Reykjavíkurborg

Parísarhjól sem á að rísa á Miðbakka í sumar er á leiðinni til landsins og mun rísa í byrjun júní ef allt gengur að óskum, sagði Kamma Thordarson, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Parísarhjólið á Miðbakka er tilraunaverkefni til eins sumars og er ein af nokkrum hugmyndum sem komu til eftir skýrslu sem var gerð um haftengda upplifun á vegum Reykjavíkurborgar. Á meðal þeirra hugmynda borgarinnar sem komu einnig fram var t.d. að sett yrðu upp fljótandi gufuböð, hugleiðsluhús og sjávarsundlaug í Reykjavík. Búist er við að auglýst verði eftir samstarfsaðilum í hin verkefnin síðar á árinu.

Í mars auglýsti Reykjavíkurborg eftir áhugasömum samstarfsaðilum til að reka parísarhjólið á Miðbakka í sumar. Borgin fékk fjórar umsóknir, sem er talsvert meira en búist var við, segir Kamma í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið Taylor‘s Tivoli Iceland varð fyrir valinu.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert