Fugl fór í hreyfil vélar Icelandair á Alicante

Farþegar þurfa að bíða heimkomu til morguns.
Farþegar þurfa að bíða heimkomu til morguns. Ljósmynd/Wikipedia.org

Flugvél Icelandair bilaði í kjölfar þess að fugl flaug inn i hreyfil vélarinnar í lendingu á Alicante á Spáni fyrr í dag. 

Vélinni var ætlað að fljúga með farþega heim til Íslands í kvöld og var áætluð heimkoma um klukkan hálf þrjú í nótt.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, segir að eftir skoðun eftirlitsmanna hafi verið ákveðið að vélin væri ekki flughæf og að þörf væri á varahlut í vélina.

„Því miður var varahlutur ekki á staðnum,“ segir Guðni.

Hann segir unnið að því að finna aðra flugvél sem getur flutt farþega til Íslands á morgun. Farþegum var úthlutuð hótelgisting og bíða þeir þess að fá upplýsingar um brottfarartíma á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert