„Bjóst ekki við að sjá þetta á minni lífstíð“

Heppnin var með Melanie í þetta sinn.
Heppnin var með Melanie í þetta sinn. mbl.is/Hermann Nökkvi

Bandarískur ferðamaður að nafni Melanie, sem var á leiðinni á flugvöllinn þegar fór að gjósa, segir tímasetninguna hafa verið fullkomna. Hún hafi verið að binda endahnút á tíu daga ferð um landið.

Hún segist ekki hafa búist við því að sjá neitt þessu líkt á meðan hún væri á landinu.

„Með sjónauka gátum við séð rautt hraunið spýtast upp, ég bjóst ekki við að sjá þetta á minni lífstíð,“ segir Melanie í samtali við mbl.is.

Eld­gos er hafið að nýju á Reykja­nesskaga, það er það áttunda á skag­an­um á rúm­um þrem­ur árum og um leið það fimmta til að brjót­ast út á aðeins rúmu hálfu ári, frá því fyrst gaus í Svartsengis­kerf­inu þann 18. des­em­ber.

Fylgjast má með nýjustu vendingum í beinni með því að smella á fréttina hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert