Fasteignafélagið Reginn heitir nú Heimar

Fasteignafélagið Reginn heitir nú Heimar, en nafnabreytingin var samþykkt á hluthafafundi í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimum. 

Ekki er um að ræða nýtt félag, Heimar halda sömu kennitölu og Reginn áður.

Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima, að nafnið átti að vera rammíslenskt og kallast á við stefnu og framtíðarsýn Heima, að byggja upp öfluga nýja kjarna.

Að sögn Péturs Rúnars Heimissonar, markaðs- og samskiptastjóra Heima, fannst Heimum tímabært að skilja sig með afgerandi hætti frá samkeppninni, með ferskri ásýnd, nýju heiti og ímynd sem sé í takt við þann góða anda og framkvæmdagleði sem ríki hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert