Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu

Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru til taks fyrir almannavarnir.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru til taks fyrir almannavarnir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrlur og áhafnir Landhelgisgæslunnar eru í viðbragðsstöðu fyrir almannavarnir ef óskað er eftir flugi yfir svæðið.

Þetta sagði Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is.

„Viðbragð gæslunnar er hefðbundið og hvað varðar flug yfir svæðið er það bara í höndum almannavarna ef að vísindamenn vilja fara aftur yfir og skoða svæðið úr lofti.“

Einhver breyting á viðbragðsstöðu varðskipa?

„Það hefur verið metið sem svo að það sé ekki þörf á að varðskip haldi á staðinn að svo stöddu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert