„Neyðarstig“ veldur ferðaþjónustunni vandræðum

Erlendir miðlar birtu fréttir um neyðarstig á Íslandi eftir að …
Erlendir miðlar birtu fréttir um neyðarstig á Íslandi eftir að gos hófst 16. mars.

Íslandsstofa í samvinnu við Ferðamálastofu hóf strax handa við að koma upplýsingum áleiðis um að óhætt væri að fljúga til Íslands þrátt fyrir að gos væri hafið á Reykjanesi að nýju.

Sveinn Birkir Björnsson, for­stöðumaður markaðssam­skipta hjá Íslandsstofu segir dæmi um að misvísandi upplýsingar hafi borist til erlendra ferðamanna vegna fyrri eldgosa og því vilji menn bregðast skjótt við. Eins segir hann hættustig almannavarna og ríkislögreglustjóra geta valdið misskilningi, 

viðbrögð 

Hann segir að haft hafi verið samband við erlendar markaðsskrifstofur til að koma réttum upplýsingum á framfæri. Eins hafi verið skrifuð frétt á vefsvæðið Visit Iceland. 

„Þetta eru orðið nokkuð rútíneruð viðbrögð. Við komum upplýsingum á framfæri í gegnum Visit Iceland auk þess að koma upplýsingum til erlendra söluaðila,“ segir Birkir. 

Íslenskir fjölmiðlar eru vandamálið 

Birkir segir ærið verk að koma réttum upplýsingum á framfæri.

„Vandamálið sem við glímum við eru íslenskir fjölmiðlar. Erlendir fjölmiðlar byggja sína umfjöllun á íslensku miðlunum. Menn mæta oft yfirlýsingaglaðir í viðtöl í fjölmiðlum og þegar fólk hefur ekki sömu næmni á aðstæður og Íslendingar þá getur það skapað ónákvæma upplýsingagjöf,“ segir Birkir. 

Sveinn Birkir Björnsson er hér til vinstri á myndinni. Með …
Sveinn Birkir Björnsson er hér til vinstri á myndinni. Með honum er William Sandy. Hákon Pálsson

Hættustig valda misskilningi 

Þá nefnir hann að hættustig almannavarna geti valdið misskilningi. 

„Þegar lýst er yfir neyðarstigi þá áttar fólk sig ekkert á því að lýst sé yfir neyðarstigi í Grindavík og að þetta séu starfsferlar sem settir eru virkjaðir hjá ríkislögreglustjóra og almannavörnum. Þegar svo kemur í erlendum miðlum sem fjalla um „state of emergency in Iceland“, þá túlka menn það sem svo að allt Ísland sé á neyðarstigi,“ segir Birkir. 

„Þetta hefur því vissulega þvælst fyrir okkur. Google translate er tiltækt um allan heim,“ segir Sveinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert