Ró komin og engin verkefni á borði

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur haft í ýmis horn …
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur haft í ýmis horn að líta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verulega hefur hægst á hraunrennsli í eldgosi í Sundhnúkagígum. Mest rennsli er frá norðurhluta sprungunnar við Sýlingarfell samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, eru engin verkefni á borði aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar og bíða menn til morguns með að skoða aðstæður. 

„Við erum með fullmannaðar vaktir en nú eru menn bara í ró, komin varðstaða og menn fylgjast með framvindunni,“ segir Úlfar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert