Bókasöfnum í borginni lokað

Loka þarf bókasöfnum í sumar til að mæta hagræðingarkröfu.
Loka þarf bókasöfnum í sumar til að mæta hagræðingarkröfu. mbl.is/Sigurður Bogi

Gripið verður til lokana á bókasöfnum í Reykjavík í sumar til að mæta hagræðingarkröfu Reykjavíkurborgar.

Öll átta söfn Borgarbókasafnsins verða lokuð til skiptis í sumar og má búast við skerðingu á þjónustu við notendur safnsins vegna þessa. Lokanir standa yfir frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Dagana 15. júní til 7. júlí verður lokað í Sólheimum, 1. júlí til 14. ágúst verður lokað í Klébergi, 6. júlí til 28. júlí verður lokað í Gerðubergi, Gróf og Spöng og 27. júlí til 18. ágúst verður lokað í Árbæ, Kringlu og Úlfarsárdal.

Í tilkynningu frá Borgarbókasafni segir að notendur séu hvattir til að skila bókum á þau söfn sem eru opin hverju sinni. Sektir muni ekki reiknast á safnefni sem tilheyrir sérhverju safni á meðan það er lokað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert