Einn fluttur með þyrlu eftir bifhjólaslys

Slysið varð við Eldhraun á Suðurlandi.
Slysið varð við Eldhraun á Suðurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifhjólaslys varð við Eldhraun á Suðurlandi fyrr í kvöld og var ökumaðurinn, karlmaður á fertugsaldri fluttur með þyrlu til Reykjavíkur.

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við mbl.is en útkall vegna slyssins barst lögreglu klukkan 20:55 í kvöld.

Garðar segir vegaframkvæmdir hafi verið á svæðinu, búið hafi verið að fræsa upp malbikið á svæðinu og hjólið runnið til.

„Menn eru náttúrulega ekkert mikið varðir á mótorhjóli, hann féll þarna í möl og ekki á mikilli ferð að mér skilst. Hann var aðeins vankaður og sökum mögulegra höfuðáverka þá var ákveðið að ræsa þyrluna en hann var uppi standandi og allt slíkt,“ segir Garðar en þyrlan hafi einnig verið kölluð til vegna þeirrar vegalengdar sem flytja þurfti manninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert