Vinstri græn gjalda afhroð í nýrri könnun

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið formaður flokksins í tæplega tvo …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið formaður flokksins í tæplega tvo mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinstri græn mælast nú með 3% fylgi og næði flokkurinn ekki manni inn á Alþingi yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sósíalistaflokkurinn mælist með meira fylgi en fengi heldur ekki mann inn á þing.

Ríkisútvarpið greinir frá.

Miðflokkurinn þriðji stærstur

Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkurinn og fengi 30% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag, miðað við könnunina.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18% fylgi og Miðflokkur er þriðji stærsti flokkurinn með 13% fylgi. 

Aðrir flokkar undir 10%

Framsókn mælist með 9% fylgi rétt eins og píratar. Þar á eftir mælist Viðreisn með 8% fylgi og Flokkur fólksins með 6% fylgi. 

Sósíalistaflokkurinn mælist með 4% fylgi og Vinstri græn með 3% fylgi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við sem formaður Vinstri grænna þann 5. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um framboð til forseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert