Maður fannst látinn í Þórsmörk

Líkfundur varð í Þórsmörk í gærkvöldi.
Líkfundur varð í Þórsmörk í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðalangar fundu látinn mann í Þórsmörk í gærkvöldi.

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að ekki sé talið að maðurinn hafi látist með saknæmum hætti, en ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Jón Gunnar segir að lögreglan á Selfossi rannsaki nú málið en hann kveðst að öðru leyti ekki geta tjáð sig um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert