Banaslys í Borgarfirði

Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gærkvöldi.

Fólksbíll og jeppi rákust saman og segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi að ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi látist.

Ökumaður og farþegi í jeppabifreiðinni hafi verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landsspítalann.

Báðar bifreiðarnar eru ónýtar eftir slysið en lögreglan á Vesturlandi er með tildrög slyssins til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert