Dorguðu í sólarblíðunni við höfnina í Hafnarfirði í gær

Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á nokkra sem höfðu komið sér fyrir …
Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á nokkra sem höfðu komið sér fyrir við höfnina í Hafnarfirði í von um að veiða fisk. mbl.is/Arnþór

Sólin lét sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í gær. Íbúar drifu sig út í góða veðrið og nutu blíðunnar. Margir voru eflaust orðnir þó nokkuð sólþyrstir eftir hvassviðrið síðustu daga.

Ljósmyndari Morgunblaðsins var á gangi í sólarblíðunni í Hafnarfirði í gær. Þar rakst hann á nokkra sem höfðu dregið fram veiðistöngina og komið sér fyrir við höfnina í bænum í von um að veiða fisk.

Ágætu veðri er spáð í dag og á morgun. Veðurstofan spáir því að hiti verði 8 til 16 stig í dag og á morgun 10 til 19 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert