Sigla á rafmagni til Bretlands

Kafbáturinn var settur í sjóinn í gær. Hann siglir fyrir …
Kafbáturinn var settur í sjóinn í gær. Hann siglir fyrir eigin vélarafli. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hátæknikafbátur, sem gengur fyrir eigin vélarafl, var settur í sjóinn við Vestmannaeyjar í gær. Hann verður notaður til að framkvæma ýmsar tilraunir þar en svo mun hann sigla til Bretlands. Annar kafbátur verður settur í sjóinn í vikunni.

Um er að ræða verkefni sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja vinnur í samstarfi við bresku haffræðistofnunina. Sex breskir starfsmenn eru hérlendis vegna verkefnisins, en auk þeirra koma fimm starfsmenn frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja að því.

Átta vikur frá Íslandi til Bretlands

Áætlað er að bátarnir verði átta vikur á leið frá Íslandi til Bretlands, en þeir sigla á tveimur og hálfum hnútum. Bátarnir munu safna ýmsum gögnum á leiðinni, en þeir sigla á mismunandi dýpi.

Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir í samtali við Morgunblaðið að leiðin frá Íslandi sé alls þrjú þúsund kílómetrar og sé því um að ræða lengstu kafbátaferðir ómannaða kafbáta sem ganga á eigin vélarafli, sem er rafmagn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert