Tekið þrjú ár að hreinsa svæðið

Eins og sjá má á myndinni var hjólhýsi skilið eftir …
Eins og sjá má á myndinni var hjólhýsi skilið eftir á svæðinu þegar byggðin var rýmd. Vonast er til að búið verði að farga öllu rusli í sumar. Ljósmynd/Jón Sigursteinn Gunnarsson

Ekki er búið að farga öllu því rusli sem skilið var eftir í hjólhýsabyggðinni í Þjórsárdal. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Byggðin var rýmd sumarið 2021 og fengu leigjendur frest fram á haust til að fjarlægja muni sína.

Hreinn Óskarsson, sviðstjóri þjóðskóga hjá ríkisstofnuninni Land og skógur, segir að ekki hafi allir leigjendur haft tök á að fjarlægja eigur sínar.

Því hafi hreinsunarverkefnið lent á Skógræktinni, sem sameinaðist Landgræðslunni í nýrri stofnun, sem heitir Land og skógur, í byrjun árs.

Ljúka hreinsun í sumar

Hreinn segir mikið rusl hafa verið skilið eftir í Þjórsárdal, meðal annars hjólhýsi, pallar og skjólveggir. Þá hafi tugir gáma verið fylltir síðustu tvö ár, ruslið flokkað og því ekið til förgunar.

Nú séu hins vegar komnir gámar á svæðið og sé stefnt að því að ljúka hreinsun svæðisins í sumar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert