Alvarleg líkamsárás í hópslagsmálum í Kópavogi

Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi og var einn …
Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi og var einn fluttur á slysadeild eftir atvikið. mbl.is

Einn var handtekinn grunaður um alvarlega líkamsárás eftir hópslagsmál í Kópavogi, að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.

Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi og var einn fluttur á slysadeild eftir atvikið. Ekki eru frekari upplýsingar um líðan einstaklingsins í dagbókinni.

Handtekinn fyrir að aka í gegnum grindverk

Þar segir einnig að bifreið hafi verið ekið í gegnum grindverk við heimahús í Kópavogi. 

„Ökumaður bifreiðarinnar fannst nálægt vettvangi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa,“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í sama bæjarfélagi. Var það mál afgreitt á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert