Enn fundað og beðið eftir ákvörðun matvælaráðherra

Gert er ráð fyrir löngum fundi.
Gert er ráð fyrir löngum fundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in fund­ar enn í Umbru, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, í Skuggasundi.

Gert er ráð fyrir löngum fundi, en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra greindi blaðamönnum frá því að fundarmál væru ekki endilega mörg heldur þess eðlis að þau tækju tíma. 

Sömuleiðis sitja ráðherrar loftslagsfund strax að ríkisstjórnarfundi loknum.

Blaðamenn bíða átekta á meðan, en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun greina frá ákvörðun sinni í dag um út­gáfu hval­veiðileyf­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert