Fjórar snyrti- og hársnyrtistofur sektaðar

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.
Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. mbl.is/Golli

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. 

Neytendastofa skoðaði 27 snyrti- og hársnyrtistofur í vor þar sem hún athuguði ástandið á verðmerkingum. Kannað var hvort söluvörur væru verðmerktar og verðlisti sýnilegur fyrir framboðna þjónustu. 

Í fyrri skoðuninni voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 15 fyrirtækjum. Þar með var gerð seinni skoðun á þessum 15 fyrirtækjum. Þar af höfðu aðeins 11 þeirra bætt úr verðmerkingu og þar með fjögur fyrirtæki sem hljóta sekt. 

Fyrirtækin sem voru sektuð voru: Blanco, Blondie Garðabæ, Hárskeri Almúgans og Sprey. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert