Hefja undirskriftasöfnun gegn áformum borgaryfirvalda

Laugarnesskóli í Reykjavík.
Laugarnesskóli í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Foreldrafélög þriggja skóla í Laugardal hafa sett á fót undirskriftasöfnun þar sem áformum borgarinnar í skólamálum er mótmælt. Þegar hafa tæplega þúsund skrifað undir. 

Þar er þess krafist að byggt verði við Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla í stað þess að að sundra „rótgrónum skólageðrum og skólahverfum.“

„Borgaryfirvöld áforma að sniðganga allt samráð og byggja safnskóla á unglingastigi, umbreyta skólagerðum þriggja skóla, brjóta upp skólahverfi og brjóta upp sterka félagslega heild Laugarneshverfisins. Við teljum fórnarkostnaðinn vegna áætlana borgarinnar mun meiri en mögulegan ávinning af uppbrotinu,“ segir í kröfugerðinni.

„Við krefjumst þess að þeim verðmætum sem felast í farsælli menningu skólanna okkar og mannauði þeirra, verði mætt af virðingu og íbúalýðræði verði virt við ákvörðun um framtíðaruppbyggingu skólanna í Laugardal. Við krefjumst þess að framtíðaruppbygging verði á grundvelli farsælu skólanna og hverfanna og að þegar verði hafist handa við endurbætur og stækkun skólahúsnæðis skólanna í Laugardal.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert