Mikið álag og villandi merkingar

Rauðar merkingar eru á sumum mælistöðvum. Ekki mæla þær allar …
Rauðar merkingar eru á sumum mælistöðvum. Ekki mæla þær allar styrk brennisteinsdíoxíðs. Kort/Umhverfisstofnun

Mikið álag er á loftgæðavef Umhverfisstofnunar og getur hann því legið niðri á köflum eða verið mjög hægur.

Á þetta er bent í tilkynningu frá stofnuninni, í kjölfar þess að há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Vefur stofnunarinnar er einnig haldinn þeim ágalla að grænar merkingar mælistöðva þýða ekki endilega að þar séu loftgæði meiri heldur en þar sem rauðar merkingar gilda.

Það er sökum þess að þær mæla ekki allar gildi brennisteinsdíxoíðs, SO₂, í andrúmsloftinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert