Nýjar tröppur teknar í notkun í ágúst

Kirkjutröppurnar upp að Akureyrarkirkju eru eitt af aðalsmerkjum Akureyrarbæjar. Nýjar …
Kirkjutröppurnar upp að Akureyrarkirkju eru eitt af aðalsmerkjum Akureyrarbæjar. Nýjar tröppur verða lagðar granítsteini. mbl.is/Ólafur

Framkvæmdum við nýjar kirkjutröppur við Akureyrarkirkju verður lokið í ágústlok að því er vonir standa til.

Segir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að verkið hafi gengið ágætlega við erfiðar aðstæður.

Áætluð verklok voru síðasta haust en að sögn sviðsstjórans var það mikil bjartsýni. Tröppurnar nýju verða lagðar granítsteini sem uppfyllir alla hálkustaðla og lagt er upp með að framkvæmdin endist í 100-200 ár.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert