„Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"

Þær Helle Thorning-Smith, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku og Mona Sahlin, nýkjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, voru heiðursgestir við setningu landsfundar Samfylkingarinnar í dag. Sahlin lýsti því yfir í ræðu á fundinum að til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum, þyrfti konu.

Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins, sagði Mona Sahlin að það væri henni afar mikilvægt að þessir þrír kvenleiðtogar væru samankomnir hér á landi, bæði fyrir sig persónulega og sem leiðtoga jafnaðarmanna.

Ítarlegra viðtal við Monu Sahlin birtist síðar á vefvarpi mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert