Skerðingar frá 2009 afturkallaðar

Eldri borgarar á góðri stundu.
Eldri borgarar á góðri stundu. mbl.is/Ómar

„Skerðingar á frítekjumarki vegna atvinnutekna og fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi árið 2009 verða afturkallaðar,“ segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem kynnt var í gær.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, að þarna standi væntanlega til að afnema umdeilda skerðingu sem tók gildi 1. júlí 2009. Hún hefur haft mikil áhrif á kjör eldri borgara og öryrkja.

Skerðingin fól í sér að frítekjumark 67-70 ára vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar var lækkað úr 110 þús. kr. á mánuði í 40 þúsund og 70 ára og eldri voru settir í sama flokk. Einnig fóru m.a. tekjur úr lífeyrissjóðum eftir breytinguna að hafa áhrif á útreikning elli- og örorkulífeyris. Við þessar breytingar fækkaði þeim sem áttu rétt á einhverjum greiðslum ellilífeyris um 2.600 manns að sögn Þórunnar. „Þetta er væntanlega eitthvað sem gengur til baka,“ segir Þórunn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »