Lögheimili bæjarfulltrúa úrskurðað ólöglegt

Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili bæjarfulltrúa í Hafnarfirði ólöglegt.
Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili bæjarfulltrúa í Hafnarfirði ólöglegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sat ekki fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili hans í Hafnarfirði ólöglegt.

Einar Birkir flutti í Kópavog á miðju kjörtímabili. Hann sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann þakkaði bæjarfulltrúum fyrir samstarfið og óskaði þeim velfarnaðar. 

Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Einar Birkir var bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði þar til í byrjun apríl þegar hann, ásamt Guðlaugu Kristjánsdóttur, sagði sig úr flokkn­um vegna sam­starfs­örðug­leika og trúnaðarbrests innan flokksins. Einar Birkir hefur setið sem óháður bæjarfulltrúi síðan.  

Hann skipar fjórtánda sæti á Bæjarlistanum í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar. Á vef Fjarðarfrétta er greint frá því að Einar Birkir sé ekki lengur gjaldgengur á lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram á laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert