Allt fyrir draumabaðherbergið

Arnar Árnason sölu- og markaðsstjóri hjá Tengi.
Arnar Árnason sölu- og markaðsstjóri hjá Tengi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tengi er rótgróið og traust fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir 42 árum. Tengi er leiðandi fyrirtæki í innflutningi og sölu á hreinlætistækjum og pípulagnaefni sem starfrækir verslanir og sýningarsali á þremur stöðum um landið; í Kópavogi, á Akureyri og Selfossi. Hjá Tengi starfar reynslumikið fólk sem hefur fagmennsku og framúrskarandi þjónustu að leiðarljósi.

Arnar Árnason, sölu- og markaðsstjóri hjá Tengi, segir að mörgu að huga þegar tæki fyrir draumabaðherbergið eru valin.

„Tengi er sérvöruverslun með allt sem tengist hreinlætis- og blöndunartækjum fyrir baðherbergi og eldhús,“ útskýrir Arnar en Tengi hefur alla tíð verið í fremstu röð í þeim geira.   

Íslendingar velja liti í auknum mæli á blöndunartæki og ýmislegt …
Íslendingar velja liti í auknum mæli á blöndunartæki og ýmislegt annað sem tilheyrir baðherberginu. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það þarf að skoða heildarmyndina út frá endingu, gæðum og útliti. Þar sem um er að ræða langtímafjárfestingu skipta gæði miklu máli og þá þarf aðgengi að varahlutum og þjónustu einnig að vera tryggt því gott viðhald tækja lengir líftíma þeirra,“ segir Arnar og bendir á að rík áhersla sé lögð á hágæðavörur í Tengi.

„Það sem við erum að kynna nýtt núna eru frístandandi baðkör og baðvaskar frá vörumerkinu Mora sem hægt er að fá í þeim lit sem þú óskar þér. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa upp litanúmer og baðkarið og vaskurinn verður framleiddur í þeim lit. Þetta er nýjung sem hefur ekki verið í boði hér á landi áður. Þessi nýja lína heitir Mora X,“ segir hann um nýjasta nýtt frá Mora en allar upplýsingar um nýju línuna má finna á heimasíðu Tengis.

Baðherbergi eru langtíma fjárfesting. Því þarf að vanda valið vel …
Baðherbergi eru langtíma fjárfesting. Því þarf að vanda valið vel og hafa gæði, endingu og útlit í huga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tískusveiflur og klassík haldast í hendur

Nútímabaðherbergi eru býsna frábrugðin þeim sem á árum áður þóttu ákjósanleg. Arnar segir að tískan sveiflist nokkuð á milli ára en á sama tíma falli klassíkin aldrei úr gildi og sé sívinsæl.

„Litir í bæði blöndunartækjum og postulíni hafa verið að koma sterkt inn síðustu ár og er úrvalið af slíkum vörum alltaf að aukast. Fólk er orðið óhrætt við að velja fjölbreytta liti inn á baðið sem eykur á fjölbreytileikann og aðgreinir sig frá hinu klassíska hvíta postulíni og krómuðum tækjum. Svart hefur verið mjög vinsælt í töluverðan tíma og svo finnum við fyrir miklum áhuga á brass/gylltum lit á blöndunartækjum um þessar mundir,“ segir hann.

„Það eru alltaf einhverjar tískusveiflur á milli ára en við sjáum aukningu hjá okkar viðskiptavinum þar sem hugað er að hlýleika og klassísku útliti. Klassík fellur aldrei úr tísku og því hafa tækin frá Vola, sem hönnuð eru af Arne Jacobsen og ekki breyst í yfir 50 ár, verið afar vinsæl. Vola býður upp á fjölda lita og áferða sem hentar stíl hvers og eins og vorum við sem dæmi að selja nýverið handlaugartæki, sturtutæki og alla fylgihluti inn á bað í rauðum lit.“

Frístandandi baðkör frá Mora eru einstaklega þægileg og ekki síður …
Frístandandi baðkör frá Mora eru einstaklega þægileg og ekki síður smart. Þau er hægt að fá í hvaða lit sem er. mbl.is/Arnþór Birkisson

Arnar segir að blöndunartæki með krómáferð njóti alltaf mestra vinsælda. Slík blöndunartæki hafi verið vinsælust hjá Tengi um langt árabil en þar ráða för bæði fjölbreytt úrval og einföld þrif.

„Krómið er klassískt og passar við alla liti. Svartur er svo í öðru sæti yfir þá liti eða áferð sem er vinsælust. Margir kjósa að hafa allt svart inni á sínu baðherbergi; blöndunartækin, handlaugina, salernið, handklæðaofninn og alla fylgihluti,“ segir hann.

Innbyggð baðkör á útleið

 „Við endurgerð á eldri baðherbergjum eru baðkör gjarnan tekin út og sturturenna frá Unidrain sett í staðinn. Þegar slík breyting er gerð skiptir miklu máli að það sé gert af fagmönnum og rétt niðurfall sé notað,“ segir Arnar en til þess má geta að Tengi er umboðsaðili Unidrain á Íslandi.

Unidrain er frumkvöðull á heimsvísu í smíði á sturturennum og hefur í gegnum árin hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. 

„Það gefur þeim mikið forskot á aðra á markaði varðandi gæði, áreiðanleika og þægindi við uppsetningu og frágang vatnsþéttingar sem er lykilþáttur í að vel takist til við nýja sturtuaðstöðu,“ segir Arnar og er ánægður með farsælt samstarf Tengis og Unidrain sem hefur varað í nærfellt 20 ár.

Króm áferð á blöndunartækjum er vinsælust að sögn Arnars. Svört …
Króm áferð á blöndunartækjum er vinsælust að sögn Arnars. Svört blöndunartæki eru svo næst mest valin inn á íslensk baðherbergi. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Segja má að stærsta breytingin sé því sú að innbyggðu baðkörin eru á útleið á kostnað sturtunnar. Önnur breyting sem við greinum eru auknar vinsældir frístandandi baðkara. Þar bjóðum við upp á gott úrval ásamt því að geta boðið upp á frístandandi baðkar í þínum lit með tilkomu Mora X línunnar,“ útskýrir hann.

„ Við sturtu og bað þarf að huga að því að tækin hafi öfluga og trausta hitastýringu og að kraftur og vatnsmagn sé í samræmi við væntingar viðskiptavinar. Sturtuniðurfallið þarf að geta tekið við því vatnsmagni sem sturtutækið gefur frá sér í fullri notkun.“ 

Skolsalerni farin að ryðja sér til rúms

Þegar Arnar er inntur eftir því hvaða lausnir hæfa baðherbergjum framtíðarinnar stendur ekki á svarinu.

„Skolsalerni er það sem ég tel að verði mun algengara á framtíðarbaðherberginu. Slík salerni eru ákaflega vinsæl og algeng í mörgum löndum eins og Japan og víðar í Asíu. Skolsalerni eru að ryðja sér til rúms mjög hratt í Evrópu um þessar mundir. Um er að ræða nýja tegund af þægindum fyrir baðherbergið. Upphituð seta sem opnast sjálfkrafa þegar fólk nálgast salernið, þægileg skolun og þurrkun, lyktareyðing, ásamt næturlýsingu til að auðvelda salernisferðir að nóttu til,“ segir Arnar og býður alla velkomna í sýningarsal Tengis til að berja þessa sem og aðrar nýjungar augum.

„Í sýningarsal okkar að Smiðjuvegi 76 erum við með uppsett sýnishorn af slíku salerni frá Geberit sem vert er að koma og skoða. Sjón er sögu ríkari.“

Svarti liturinn hefur verið vinsæll síðustu ár. Margir eru mjög …
Svarti liturinn hefur verið vinsæll síðustu ár. Margir eru mjög hrifnir af svarta litnum í bland við brass/gull. Sú samsetning gefur baðherberginu fallegt yfirbragð. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is